Íslenska nýsköpunarfyrirtækið Amivox kynnir í næstu viku nýja fjarskiptalausn á stórri farsímaráðstefnu í Dallas í Bandaríkj- unum. Birkir Marteinsson, framkvæmdastjóri Amivox, segir að lausnin verði tekin í notkun á næsta ári og muni lækka kostnað mikið við farsímanotkun í útlöndum.

„Lausnin, sem nefnist AmiNet, gerir viðskiptavinum samstarfsaðila mögulegt að nota snjallsíma um allan heim á sambærilegu verði og í heimalandinu. Lausnin er hugsuð fyrir sýndarfarsímafyrirtæki svo þau geti boðið viðskiptavinum sínum upp á betra verð í útlöndum en hægt er að gera núna. Það sem í rauninni gerist þegar þú ferð með símann þinn í útlöndum er að breyta þér í kúnna í viðkomandi landi.

Þetta kann að virðast keimlíkt venjulegri reikiþjónustu, en er í raun mjög frábrugðið tæknilega séð. Í dag geta allir notað Amivox sem viðbótarþjónustu óháð því hjá hvaða farsímafyrirtæki þeir kaupa grunnáskrift. Lausnin hentar bæði vel fyrir farsímafyrirtæki, sem og sýndarfarsímafyrirtæki, sem taka ekki þátt í reikisamstarfinu eins og það er núna, en með okkar lausn er boðið upp á slíkt.“