Smásölurisinn Amazon tilkynnti um tvær nýjar tegundir af raddstýrðu hátalaralínu sinni í dag - Tap og Dot. Áður hafði fyrirtækið gefið út samskonar tæki, Amazon Echo, sem er búið Alexa-raddstýrikerfinu. Stýrikerfið er hannað til að keppa við Siri, raddstýrikerfi Apple, og gerir notandanum kleift að panta sér Uber-bifreið, slökkva ljósin eða spila tónlist með raddstýringu.

Hin nýju tæki eru kölluð Tap og Dot, og eru smækkaðar útgáfur af Echo-hátalaranum. Meðan sá gamli var bundinn við stöðugan rafstraum eru hin nýju tæki með rafhlöður og er því hægt að færa þær hvert sem þörf krefur.

Hugsjón Amazon gæti verið eins konar gervigreind sem hefur umsjón með heilu heimili - hafandi einhvern miðpunkt, sem Echo-hátalarinn gæti verið, og svo framlengingar, sem Tap og Dot gætu verið. Ekki er ólíklegt að sú verði raunin í framtíðinni, jafnvel þótt hátalararnir geti ekki átt samskipti sín á milli enn sem komið er.