Almannatengslafyrirtæki Ferðamálastofu í Bretlandi, The Saltmarsh Partnership, var á dögunum verðlaunað fyrir að halda merki Íslands á lofti í kjölfar hruns banakanna í haust. Um var að ræða auglýsingaherferð með slagorðinu “Still Banking on Tourism”. Í tilkynningu frá Ferðamálastofu kemur fram að verðlaunin voru veitt af samtökunum “Chartered Institute of Marketing Travel Industry Group” í flokknum “Best Tactical PR Campaign” og fékk herferðin silfurverðlaun.

Um var að ræða herferð í blöðum tímaritum og útvarpi sem Clair Horwood hjá The Saltmarsh Partnership stýrði. Clair hefur unnið fyrir Ferðamálastofu að almannatengslum og kynningu á Íslandi í Bretlandi í nokkurn tíma með afar góðum árangri.