Áætlaður kostnaður við framkvæmd og kynningu á niðurfærslu höfuðstóls verðtryggðra fasteignaveðlána og ráðstöfun séreignarsparnaðar til lækkunar húsnæðislána nam 394 milljónum króna á síðasta ári.

Þetta kemur fram í svari Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra, við fyrirspurn Katrínar Jakobsdóttur, formanns Vinstri grænna.

Af þessum tæpu 400 milljónum voru 233 milljónir vegna launa- og rekstrarkostnaðar, 119 milljónir voru greiddar vegna aðskeyptrar sérfræðiþjónustu og 42 milljónum króna var varið til kynningar og almannatengsla.

Á þessu ári mun einhver viðbótarkostnaður falla til.