Kynnisferðir hafa samið við Skeljung um eldsneytiskaup til næstu 5 ára. Samningurinn tekur til kaupa á eldsneyti, smurolíu og öðrum rekstrarvörum.

Samkvæmt ársreikningi Kynnisferða fyrir árið 2016 nam olíukostnaður félagsins 365 milljónum það ár en árið á undan nam hann 377 milljónum króna. Ef þær tölur eru hafðar til viðmiðunar má áætla að tekjur Skeljungs vegna samningsins muni á næstu fimm árum vera á bilinu 1.750- 2.000 milljarðar.

„Við erum mjög ánægð með það samstarf sem við höfum átt með Skeljungi síðustu árin og hefur þjónusta þeirra verið til fyrirmyndar.  Þétt þjónustunet þeirra á því svæði sem við störfum mest á kemur sér afar vel.  Einnig höfum við unnið þétt með Skeljungi í tækniþróun til að halda betur utan um kostnað okkar bílaflota,“ er haft eftir Birni Ragnarssyni, framkvæmdastjóra Kynnisferða í tilkynningu.