*

miðvikudagur, 3. mars 2021
Innlent 15. nóvember 2020 14:03

Kynnisferðir töpuðu 204 milljónum

Tekjur Kynnisferða drógust saman á síðasta ári og afkoman fór úr 48 milljóna hagnaði í 204 milljóna tap.

Ritstjórn
Björn Ragnarsson er framkvæmdastjóri Kynnisferða.
Eva Björk Ægisdóttir

Rútufyrirtækið Kynnisferðir var rekið með 204 milljóna króna tapi á síðasta ári eftir 48 milljóna króna hagnað árið 2018. Rekstrartekjur félagsins lækkuðu úr 9,1 milljarði í 8,3 milljarða króna á milli ára. Rekstrarhagnaður féll úr 482 milljónum í 98 milljónir króna á milli ára.

Sjá einnig: 800 milljónir í nýjan risa

Kynnisferðir vinna að sameiningu við fjárfestingafélagið Eldey, sem er í rekstri hjá Íslandssjóðum, dótturfélagi Íslandsbanka og á ferðaþjónustufyrirtæki á borð við Arcanum Fjallaleiðsögumenn.

Stikkorð: Kynnisferðir