*

sunnudagur, 18. ágúst 2019
Innlent 13. janúar 2018 15:58

Kynnti milljarð dala sýn á servíettu

Í viðtali við World Finance segir Róbert Wessman að hann hafi fyrst kynnt hugmyndina að Alvogen fyrir fjárfestum á servíettu.

Ritstjórn
Róbert Wessman, forstjóri og stjórnarformaður Alvogen.
Aðsend mynd

Róbert Wessman, forstjóri og stjórnarformaður Alvogen, var nýlega í þriggja hluta viðtali við World Finance tímaritið en um það er fjallað á vef Markets Insider en þar segir að samheitalyf séu í miklum vexti sem verði til meiri nýsköpunar á markaðnum og samþjöppunar í Bandaríkjunum.  Að Róbert Wessman, forstjóri og stjórnarformaður Alvogen fylgist vel með og hans eiginleiki til þess að sjá fyrir þróun á mörkuðum hafi gert það að verkum að Alvogen hefur vaxið mikið og fyrirtækið sé orðið að leiðtoga í lyfjageiranum.

Í einum hluta viðtalsins kemur fram að hugmyndin að Alvogen hafi fyrst verið teiknuð upp á servíettu á veitingastað í New York. Þar hafi Róbert setið á fundi með fjárfestum með servíettuna sem útlistaði milljarð dala sýn hans og að fjárfestarnir sem hafi á endanum tekið vel í hugmyndina. Á síðasta ári hafi markmiðið um milljarð dali í sölu svo náðst. 

Í öðrum hluta þess er rætt við Róbert um þróunina á markaðnum en þar segist hann telja að verðstríð samheitalyfjaframleiðenda verði til samþjöppunar á markaðnum.

Í þriðja hlutanum er Róbert beðinn um að lýsa því hvað einkenni góðan leiðtoga en þar segir hann hugrekki og þrautseigju einkenna góðan leiðtoga.