Hildur Ólafsdóttir var á dögunum ráð­in framkvæmdastjóri Rafarnarins. Sérsvið Rafarnarins eru annars vegar tækniþjónustan og hins vegar hugbúnaðarþróunin. Hugbúnaðarþróunin er unnin fyrir Image Owl, bandarískt fyrirtæki sem er að hluta til í eigu Rafarnarins.

Hildur lítur framtíðina björtum augum. „Tækniþjónusta hefur breyst á undanförnum árum og við ætlum okkur að bregðast við með því að auka sveigjanleikann í okkar þjónustu. Raförninn hefur á að skipa mjög breiðum hópi sérfræðinga en starfsfólk okkar telur ekki aðeins reynslumikla og öfluga tæknimenn heldur líka sérfræðinga í gæðamálum og hugbúnaðarteymi með verkfræðinga og tölvunarfræðinga innanborðs. Það sem er á næstunni hjá okkur er að við munum til að mynda setja upp nýjustu gæðakerfin hjá okkar kúnnum og auka þar með samlið­ unaráhrifin milli þessara tveggja sérsviða fyrirtækisins.“

Saknar Kaupmannahafnar á vorin

Hildur stundaði doktorsnám sitt í Danmörku við Tækniháskólann í Kaupmannahöfn og kláraði námið árið 2008 og tók í kjölfarið við tveggja ára rannsóknarstöðu við Háskóla Íslands. Aðspurð segist Hildur aðallega sakna Kaupmannahafnar á þessum árstíma. „Vorin eru yndisleg þegar veðrið fer að verða gott og borgin lifnar við. Þá sakna ég þess náttúrlega að geta hjólað án þess að vera í hávaðaroki,“ segir hún og hlær.

Viðtalið má sjá í fullri lengd í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð.