Ysland í samstarfi við Coca Cola og Íslandsbanka ásamt Ímark og Háskóla Íslands standa fyrir ráðstefnunni How Cool Brands Stay HOT Branding to Generation Y 10. apríl í Háskólabíói. Joeri Van den Bergh og Mattias Behrerhalda halda meðal annars fyrirlestur og í tilkynningu frá forsvarsmönnum ráðstefnunnar segir að fyrirlesturinn eigi að sýna fólki hvað drífi kynslóð Y áfram og hvernig hægt sé að ná til hennar.

Fyrirlesturinn er byggður á glænýjum upplýsingum úr fimm ára rannsóknum og gefur innsýn í neytendasálfræði hópsins og hegðun „aldamótaranna“. Hægt er að skrá sig á ráðstefnuna hér.