Það er verulegur munur á áhorfi stóru línulegu sjónvarpsstöðvanna eftir aldri, en hér að ofan er samanlagt áhorf þeirra (RÚV og RÚV 2; Stöð 2 og Stöð 2 Sport).

Þar blasir við að Stöð 2 nýtur hlutfallslega meiri hylli meðal yngri aldurshópa en sjónvarp Ríkisútvarpsins, þó það hafi auðvitað verulega yfirburði í heildina óháð aldri.

Það hefur sitt að segja gagnvart auglýsendum, sem flestir líta svo á þeir eigi ríkara erindi við yngri hópinn, enda er hann duglegri neysluhópur. Þá er hins vegar litið hjá snaraukinni notkun á ólínulegum streymismiðlum á netinu, sem taka æ meira til sín.