Byrjað verður á því á næsta ári að aflétta gjaldeyrishöftum á Kýpur, að sögn Haris Georgiades, fjármálaráðherra Kýpur. Hann segir allt stefna í að þetta verði á áætlun. Hann segir áhrifin af því að hafa gjaldeyrishöftin neikvæð á landið, í raun virðist þau verri en raunin er. Hann viðurkennir í samtali við kýpverska fjölmiðilinn Famagusta Gazette , að kannske sé hann of bjartsýn ná áætlun landsins sem snýr af afnámi gjaldeyrishafta. Kýpverjar ætli þó að fara aðra leið en stjórnvöld á Íslandi.

Gjaldeyrishöft voru innleidd á Kýpur í mars samhliða því að ráðherrar evruríkjanna ákváðu að veita landinu 10 milljarða evra neyðarlán. Þá tóku sparifjáreigendur stærstu banka Kýpur á sig skell en ákveðinn hluti innstæðna var ekki tryggður. Til samanburðar voru gjaldeyrishöft innleidd hér síðla árs 2008 og eru þau enn við lýði.