Kaupsýslumaður í Katar hyggst fljúga 4.000 mjólkurkúm inn í einangrað landið til þess að vinna gegn mögulegum matarskorti í landinu eftir að Sádí-Arabía ásamt fleiri ríkjum í sleit stjórnmálasambandi við ríkið og lokaði öllum landamærum vegna meintra tengsla Katar við hryðjuverkasamtök.

Segir Moutaz Al Khayyat sem hyggst flytja kýrnar inn til landsins að það muni taka um 60 flugferðir að koma öllum kúnum til Katar. Kýrnar sem Al Khayyat keypti koma frá Ástralíu og Bandaríkjunum.

Eiga kýrnar 4.000 að mæta eftirspurn eftir mjólk og mjólkurvörum í landinu og þá sérstaklega í höfuðborginni Doha.

Katar er mikið innflutningsríki og þá sérstaklega á matvælum. Flytur ríkið mest inn  frá Bandaríkjunum og Þýskalandi en einnig frá Sádí-Arabíu þangað til ríkið sleit stjórnmálasambandi. Komu flestar mjólkurvörur í landinu frá Sádí-Arabíu.