Boeing 737 flugvél frá írska flugfélaginu Ryanair var kyrrsett á Bordeaux flugvelli fyrr í dag. Vélin var á leið á Standset flugvöll við London með 149 farþega innanborðs að því er BBC greinir frá.

Frönsk flugmálayfirvöld segja Ryanair skulda 525 þúsund evrur, um 73 milljónir króna. Skuldin er tilkomin vegna ívilnananna til Ryanair í tengslum við ætlunarflug til og frá Angoulême flugvellinum í Frakklandi sem framkvæmdastjórn Evrópusambandsins komst síðar að því að hefði verið ólögleg.

Flugvélin er sögð verð í Bordeaux þar til skuldin verði greidd. Farþegarnir komust að lokum til Standset með annarri flugvél, fimm klukkustundum á eftir áætlun.