Líkt og Viðskiptablaðið fjallaði um gær litar kyrrsetning Boeing 737 MAX vélanna uppgjör Icelandair. Félagið gerði ráð fyrir níu MAX vélum í sumaráætlun sinni og áttu vélarnar að standa undir 21% af sætaframboði í apríl, 23% í maí og 25% í júní. Flugáætlun félagsins sem uppfærð var í júlí gerir nú ráð fyrir að vélarnar verði kyrrsettar út október en líkt og komið hefur fram leigði Icelandair fimm vélar til þess að draga úr áhrifum kyrrsetningarinnar. Fjórar þeirra eru hins vegar stærri og óhagkvæmari í rekstri en MAX vélarnar og eru bæði lendingar-, yfirflugs- og afgreiðslugjöld hærri í hverju flugi auk þess sem eldsneytiskostnaður er meiri.

Í kynningu vegna uppgjörsins voru taldir til 17 þættir sem kyrrsetningin hefur haft áhrif á. Samtals voru kostnaðarþættirnir sjö og eru meðal annars lægri meðalfargjöld, minni tengimöguleikar og ójafnvægi í leiða kerfi á meðan kostnaðarþættirnir voru átta og innhéldu til dæmis leigukostnað vegna flugvéla, aukinn fjármagnskostnað og afskriftir vélanna sem eru ekki í notkun. Félagið gaf þó ekki upp hverjir þessara þátta voru beinn kostn aður og hverjir þeirra teldust til matsatriða.

Í tilkynningu vegna upp gjörsins kom fram að Icelandair eigi í viðræðum við Boeing um skaðabætur og sagði Bogi Nils Bogason, forstjóri félagsins, í viðtali við Viðskiptablaðið í júlí að það væri óhugsandi að Boeing myndi ekki bæta flugfélögum skaðann. Það er hins vegar erfitt að segja til um hve miklar og í hvaða formi bætur Boeing verða. Skömmu áður en Boeing birti uppgjör sitt fyrir annan ársfjórðung greindi félagið frá því að fimm milljarðar dollara hefðu verið gjaldfærðir á öðrum ársfjórðungi sem ætlaðir væru til greiðslu skaðabóta vegna kyrrsetningarinnar. Þegar kyrrsetningin átti sér stað voru 387 vélar þá þegar farnar að fljúga auk þess sem afhenda átti eftir fjölda annarra véla. Miðað við upphæðina sem Boeing gjaldfærði nam hún um 12 milljónum dollara á vél en Icelandair hafði fengið sex vélar afhentar áður en að kyrrsetningunni kom sem þýðir að heildarupphæð Icelandair myndi nema 72 milljónum dollara. Sé miðað við að upphæðin nái bæði til afhentra véla og þeirra véla sem átti að afhenda á meðan á kyrrsetningunni stóð nemur upp - hæðin sjö milljónum dollara á vél sem myndi þýða 63 milljónir dollara fyrir MAX vélarnar níu sem Icelandair gerði ráð fyrir í sumaráætlun sinni.

Það skal tekið fram að hér er einungis um grófa útreikninga að ræða auk þess sem tilkynning Boeing sagði ekki skýrt til um í hvaða formi bæturnar yrði, hvenær þær yrðu greiddar og hvort upp - hæðin væri einungis kostnaður sem féll til á fjórðungnum. Ef upphæðin sem Boeing nefndi er sú sem félagið gerir ráð fyrir að greiða í heild er ljóst að hún er töluvert undir skaða Icelandair vegna kyrrsetningarinnar fyrir árið en ef hún er miðuð við þann kostnað sem féll til á fjórðungnum er hún í takt við kostnað og tekju - tap félagsins á öðrum ársfjórðungi.

Hlutfallslega meiri áhrif

Á uppgjörsfundi sagði Bogi Nils, forstjóri félagsins, að áhrifin vegna kyrrsetningarinnar væru hlutfallslega meiri á Icelandair en önnur flugfélög þar sem það væri önnur staða að vera með 25% af flotanum kyrrsettan á meðan hlutfallið væri töluvert lægra hjá öðrum félögum. Til samanburðar má nefna að bandaríska flugfélagið Southwest er með flestar MAX vélar í flota sínum eða 34 talsins en þær eru þó einungis 4,5% af heildarflotanum, hjá American Airlines eru vélarnar 24 talsins eða um 2,5% og hjá Norwegian eru þær 18 og hlutfallið um 10,6%.

Öll birtu þessi félög mat á áhrifum kyrrsetningarinnar á afkomu sína samhliða uppgjöri fyrir annan ársfjórðung. Áhrif á afkomu Southwest námu 175 milljón - um dollara á öðrum ársfjórðungi eða um 5,1 milljón dollara á hverja vél, hjá American Airlines námu áhrifin á hagnað fyrir skatta 185 milljónum dollara á öðrum ársfjórðungi eða 7,7 milljónum dollara á hverja vél en félagið gerir ráð fyrir að neikvæð áhrif á afkomu ársins nemi 350 milljónum dollara, áhrifin voru hins vegar hlutfallslega lægst hjá Norwegian eða um 45 milljónir dollara sem nemur um 2,5 milljónum á hverja vél auk þess sem norska lágfargjaldaflugfélagið gerir ráð fyrir að áhrifin fyrir árið í heild verði um 80 milljónir dollara.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð , aðrir geta skráð sig í áskrift hér .