Seint í gærkveldi afléttu flugmálayfirvöld kyrrsetningu á GA8 Airvan flugvélum, sem kyrrsettar voru fyrir tæpri viku vegna flugslyss í Umeå í Svíþjóð. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Circle Air.

„Fyrstu rannsóknir benda til þess að slysið megi ekki rekja til hönnunar- eða smíðagalla, heldur óskyldra atriða sem snerta hvorki flughæfi né öryggi flugvéla af þessari tegund. Circle Air mun því tafarlaust taka sínar nýju flugvélar í notkun aftur. Áhrif kyrrsetningarinnar voru lágmörkuð með ýmis konar aðgerðum og samvinnu við aðra flugrekendur," segir í tilkynningunni.