Kröfuhafar Reykjaneshafnar hafa samþykkt að framlengja greiðslufrest og kyrrstöðutímabil til og með 15 mars. nk. Þetta er í fimmta skipti sem kröfurhafar framlengja, en skuldabréf Reykjaneshafnar voru upphaflega á gjalddaga þann 15. október. Reykjanesbær er í ábyrgð fyrir skuldabréfum Reykjaneshafnar. Síðast var framlengt þann 1. febrúar sl. en þá var framlengt til 15. febrúar.

Í byrjun febrúar sendi Reykjanesbær kröfuhöfum bréf þar sem kom fram að ef þeir myndu ekki fallast á niðurfærslu skulda þá myndi bæjarstjórn óska eftir því að skipuð yrði fjárhagsstjórn yfir bænum, en kröfuhafar féllust á þá tilhögun. Við það tilefni sagði Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar í samtali við viðskiptablaðið að niðurstaðan væri ásættanleg fyrir bæjarfélagið miðað við aðstæður en enn er þó ósamið um upphæð niðurfærslu.