Allir aðilar að kyrrstöðusamningi í Eignarhaldsfélaginu Farice ehf. hafa samþykkt framlengingu samnings til 3. desember næstkomandi. Þetta kemur fram í tilkynningu til Kauphallar.

Farice á og rekur sæstrengi sem liggja til landsins.

Eignarhaldsfélagið Farice ehf og dótturfélag þess Farice hf. vinna að fjárhagslegri endurskipulagningu félaganna í samvinnu við stærstu kröfuhafa þeirra og hluthafa.

Í tilkynningu til Kauphallar í ágúst síðastliðnum kom fram að helstu kröfuhafar Farice ehf móðurfélags samþykkt framlengingu kyrrstöðusamnings til 1. október. Hann hefur nú verið framlengdur að nýju.

Þá kom einnig fram að helstu kröfuhafar hafi ekki samþykkt framlengingu Farice hf. dótturfélags.