*

fimmtudagur, 20. febrúar 2020
Innlent 6. júlí 2018 14:33

Kyrssetningarkröfu á hendur Valitor hafnað

Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hefur hafnað kyrrsetningarkröfu Datacell og Sunshine Press Productions (SPP) á eignum Valitor.

Ritstjórn
Aðsend mynd

Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hefur hafnað kyrrsetningarkröfu Datacell og Sunshine Press Productions (SPP) á eignum Valitor. Er þetta í annað sinn sem sýslumaður hafnar kyrrsetningarkröfu sömu aðila, auk þess sem héraðsdómur hefur staðfest þá niðurstöðu.

Að sögn Valitor er langstærstur hluti krafna framangreindra félaga á hendur Valitor, eða um 95%, er krafa SPP. Valitor segir að það félag hafi aldrei átt í neinu viðskiptasambandi við Valitor og aldrei haft nema hverfandi tekjur en geri samt milljarða kröfur á hendur fyrirtækinu. 

Stikkorð: Valitor Datacell SPP