L-listi Fullveldissinna ætlar ekki að bjóða fram í komandi þingkosningum. Þetta tilkynntu forsvarsmenn listans í dag. Ekki hefur þeim þó gefist tækifæri til að afturkalla auglýsingar sínar.

Í Sjónvarpinu í kvöld var til að mynda lesin upp auglýsing L-listans þar sem fólk var hvatt til að kjósa framboðið.

Í tilkynningu forsvarsmanna listans til fjölmiðla síðdegis í dag segir að þeir treysti sér ekki til að uppfylla þau skilyrði sem ólýðræðislegar aðstæður skapi nýjum framboðum á þeim stutta tíma sem liðinn er því ákvörðun var tekin um kosningar.

Í skoðanakönnun Gallups sem birt var í vikunni mældist L-listinn með 1,5% fylgi.

Hér má sjá tilkynningu forsvarsmanna L-listans.