Franski mjólkurvörurisinn Lactalis, sem keypti nýlega Siggi’s skyr, hefur neyðst til að innkalla 12 milljón kassa af þurrmjólk í 83 löndum, vegna salmonellu sem fannst í vörum félagsins. The Guardian greinir frá.

Lactalis hefur átt í vandræðum með að bregðast við og stöðva salmonellusmit sem upp hafa komið í gegnum þurrmjólk félagsins. Í desember ákvað Lactalis að innkalla hluta af þeirri þurrmjólk sem félagið hafði sent í búðir en sú aðgerð reyndist ófullnægjandi.

Félagið stendur frammi fyrir hundruðum lögsókna vegna salmonellusmita. Hingað til hafa frönsk yfirvöld fundið 35 tilfelli af salmonellusmitum sem rekja má til þurrmjólkurinnar. Eitt tilfelli hefur fundist á Spáni og grunur leikur á um annað í Grikklandi.

p.p1 {margin: 0.0px 0.0px 0.0px 0.0px; font: 11.0px Helvetica; -webkit-text-stroke: #000000} p.p2 {margin: 0.0px 0.0px 0.0px 0.0px; font: 11.0px Helvetica; -webkit-text-stroke: #000000; min-height: 13.0px} span.s1 {font-kerning: none}