*

mánudagur, 22. júlí 2019
Innlent 10. apríl 2016 15:04

Laða að erlenda sérfræðinga

Bjarni Benediktsson leggur fram frumvarp til breytinga á lögum um tekjuskatt.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, hefur lagt fram frumvarp til breytinga á lögum um tekjuskatt sem er meðal annars ætlað að auðvelda fyrirtækjum að laða erlenda sérfræðinga til landsins.

Frumvarpið leggur til að erlendir sérfræðingar sem uppfylla tiltekin skilyrði verði einungis skattskyldir sem nemur 75% af tekjum sínum, en hin 25% verði skattfrjáls og undanþegin skattgreiðslu fyrstu þrjú árin frá ráðningu í starf.

Stikkorð: Bjarni Benediktsson