*

föstudagur, 5. júní 2020
Innlent 30. mars 2020 16:48

Ládeyða yfir höllinni

Heildarvelta viðskipta dagsins í kauphöllinni nam 1,1 milljarði króna. Gengi Kviku banka hækkaði mest, eða um 5%.

Ritstjórn

Segja má að það hafi verið hálfgerð mánudags ládeyða yfir viðskiptum dagsins í Kauphöll Nasdaq á Íslandi, en heildarvelta viðskipta nam einungis 1,1 milljarði króna. OMXI10 úrvalsvísitala kauphallarinnar lækkaði um 0,83% og stendur í 1,729,70 stigum.

Gengi hlutabréfa í Kviku banka hækkaði mest í viðskiptum dagsins, eða um 3,54% í 39 milljóna króna veltu. Næst mest hækkuðu bréf Eimskips, um 2,13% í aðeins 450 þúsund króna veltu.

Bréf TM lækkuðu mest, um 5% í 86 milljóna króna veltu. Næst mest lækkaði gengi fasteignafélagsins Eikar, eða um 2,99% í aðeins 2 milljóna króna veltu.

Stikkorð: Kauphöll Nasdaq