Söngkonan og Íslandsvinkonan Lady Gaga er í efsta sæti á lista Forbes yfir tekjuhæstu stórstjörnur undir þrítugu á síðasta ári. Forbes telur að tekjur Gaga hafi verið 80 milljónir dala á tímabilinu júní 2012 til júní 2013. Upphæðin samsvarar tæpum 9,7 milljörðum króna.

Forbes segir að tekjur Gaga hefðu orðið enn hærri ef hún hefði náð að ljúka við tónleikaferð sem hún var í. Hún þurfti að hætta við ferðina vegna meiðsla á mjöðm.

Tónlistarmenn eru margir á listanum. Justin Bieber er í öðru sæti með 58 milljónir dala, eða um sjö milljarða króna. Í þriðja sæti er svo Taylor Swift með 55 milljónir dala.