Finnur Odds­son, for­stjóri Haga og Davíð Harðar­son stjórnar­for­maður, segja síðast­liðið rekstrar­ár hafi verið árangurs­ríkt en sér­stak­lega krefjandi, í sam­eigin­lega á­varpi sínu í árs­skýrslu fyrir­tækisins.

Fram­legð dag­vöru­verslana var undir þrýstingi allt síðasta ár vegna veikara gengis, verð­hækkana frá birgjum og kröftugrar sam­keppni á mat­vöru­markaði, segir í á­varpinu.

„Þetta þýðir að þótt fram­legð hafi aukist í krónum talið vegna hærri veltu, þá hefur fram­legðar­hlut­fall farið lækkandi. Með öðrum orðum, þá hefur kostnaðar­verðs­hækkunum ekki verið fleytt af fullum þunga út í vöru­verð. Þetta má telja mikil­vægt fram­lag verslana Haga til bar­áttunnar við verð­bólgu í mat­vöru á Ís­landi, en undir lok árs var hún ein sú lægsta í Evrópu og sú lægsta á Norður­löndunum,“ skrifa Finnur og Davíð.

Að þeirra mati telst af­koma verslana Haga á­sættan­leg í fyrra, þrátt fyrir þetta.

„Við teljum að þessi stað­reynd endur­spegli á­gæt­lega styrk­leika og sam­fé­lags­legt mikil­vægi hag­kvæmrar að­fanga­keðju og skil­virkra verslana innan sam­stæðu Haga.“

„For­dæma­lausar hækkanir og sveiflur á að­fanga- og vöru­verði“

Í á­varpinu segir að árið hjá Högum markaðist af beinum og ó­beinum á­hrifum á­taka í Úkraínu og síðustu eftir­köstum Co­vid-19 far­aldursins.

„Þar má helst nefna for­dæma­lausar hækkanir og sveiflur á að­fanga- og vöru­verði, gengis­veiking krónu, inn­lendar kostnaðar­verðs­hækkanir, hækkandi verð­bólgu og mikil og ör hækkun stýri­vaxta.“

„Þessi blanda telst hvorki góð fyrir neyt­endur né verslunar­fyrir­tæki, og því má segja að ágæt niður­staða ársins endur­spegli vel styrk Haga­sam­stæðunnar til rekstrar í erfiðum að­stæðum,“ segir þar enn fremur.

Tekjur Haga 162 milljarðar króna í fyrra og jukust um 19% milli ára. EBITDA ársins nam rúmum 12 milljörðum króna og hagnaður tæpum 5 milljörðum.

„Heilt yfir erum við því sátt með rekstur Haga á ný­liðnu rekstrar­ári og að hafa komið í höfn mikil­vægum á­föngum sem munu styrkja sam­stæðuna til fram­tíðar.“

Um­svif í starf­semi Haga jókst heilt yfir en það skiptist nokkuð mis­jafn­lega milli starfs­þátta. Ríf­lega 2/3 hlutar tekna Haga liggja í dag- og sér­vöru­verslun, sem jókst um nær 11% frá fyrra rekstrar­ári og nam tæp­lega 106 milljörðum.

„Þessi vöxtur skýrist annars vegar af miklum verð­hækkunum frá fram­leið­endum og heild­sölum og hins vegar af aukningu í seldu magni. Þar skiptir mestu að í ár­ferði hækkandi vöru­verðs og vaxta þá sótti met­fjöldi við­skipta­vina verslanir Bónus,“ segir í á­varpi.

Hægt er að lesa á­varpið í heild sinni hér.