Á heimsþingi alþjóðlega efnahagsþingsins sem nú fer fram í fjallaþorpinu Davos í Sviss, er meðal annars rætt um efnahagshorfur til framtíðar.

Eftir því er tekið að þónokkrir leiðtogar mikilvægra ríkja eru fjarri góðu gamni vegna erfiðleika sem glíma þarf við heima fyrir, og er þar meðal annars nefnt Emmanuel Macron í Frakklandi vegna mótmæla gulvestunga við skattahækkunum hans og efnahagsstefnu.

Í pallborðsumræðum um efnahagshorfur fyrir árið kemur fram að hagfræðingar efnahagsþingsins hafa fært niður spár sínar um hagvöxt í Frakklandi vegna mótmælanna.

Hvetur þingið til þess að leiðtogar ríkja eins og Frakklands til að grípa til aðgerða til að draga úr óánægju stórs hluta almennings með umbæturnar. „Þetta eru raunveruleg áhyggjuefni sem þarf að mæta með lausnum,“ segir indversk, bandaríski hagfræðingurinn Gita Gopinath, en hún er ein þeirra sem situr í pallborði á fréttamannafundi þingsins .