Öryggismiðstöð Íslands hagnaðist um 58,14 milljónir króna árið 2013, borið saman við 55,90 milljónir árið 2012. Hagnaðurinn er meiri þrátt fyrir talsverðan samdrátt í rekstrarhagnaði, sem var 59,25 milljónir 2013 borið saman við 82,92 milljónir árið áður.

Aukinn hagnaður skýrist fyrst og fremst af því að fjármagnsgjöld félagsins lækkuðu úr 35,38 milljónum árið 2012 niður í 22,03 milljónir árið 2013, auk þess sem hlutdeild í afkomu dótturfélaga jókst úr 4,66 milljónum í 15,19 milljónir.

Eignir félagsins aukast úr 383,31 milljón árið 2012 í 497,39 milljónir árið 2013. Munar þar mestu um viðskiptavild sem var metin á 47,40 milljónir árið 2013 en var engin árið 2012. Einnig eykst verðmæti eignarhlutar í dóttur- og hlutdeildarfélögum úr 38,33 milljónum í 118,03 milljónir á milli ára.

Skuldir jukust úr 318,42 milljónum 2012 í 378,70 árið 2013 og eigið fé jókst úr 253,42 milljónum í 274,56 milljónir. 128 manns starfa fyrir Öryggismiðstöð Íslands.

Stærstu hluthafar eru Unaós ehf. með 57,22% eignarhlut, Ragnar Þór Jónsson með 17% hlut og Laugarfell ehf. með 11,61% hlut.