Alls bárust tilboð að nafnvirði 705 milljónir króna í skuldabréfaútboði Lánasjóðs sveitarfélaga í gær. Ávöxtunkrafa tilboðanna var á bilinu 2,9- 3,4%. Ákveðið var að taka tilboðum að nafnvirði 255 milljónir á ávöxtunarkröfunni 2,91%, að því er kemur fram í tilkynningu til Kauphallar. Heildarstæðr flokksins er nú um 27,7 milljarðar króna.

Greining Íslandsbanka fjallaði um útgáfuna í Morgunkorni í gær. Þar var bent á að í síðasta útboði var krafan sú lægsta frá upphafi og líklegt að hún yrði enn lægri nú líkt og raunin varð.