Evrópskir bankar náðu í viðskiptum gærdagsins lægsta gildi síðan í mars 2009. Mestu munaði um fall franskra banka, einkum Societe Generale, annars stærsta bankans sem hrundi um 15%. Bankinn hefur lækkað um 2,52% í morgun.

Matsfyrirtækin þrjú staðfestu lánshæfiseinkunn bankans en sterkur orðrómur hafði verið í gangi um að franska ríkið fylgdi í kjölfar lækkunar S&P á lánshæfiseinkunn Bandaríkjanna. BNP, stærsti bankinn, tók líka högg en hann lækkaði um 10% af því er fram kemur í greingarefni IFS.