*

föstudagur, 6. ágúst 2021
Innlent 14. október 2014 16:45

Lægsta verðið í Bónus en hæsta í Víði

Bónus var með örlítið lægra verð en Krónan í verðkönnun verðlagseftirlitis Alþýðusambands Íslands.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Matarkarfan í Bónus kostaði 16.086 krónur samkvæmt nýrri könnun sem verðlagseftirlit Alþýðusambands Íslands (ASÍ) gerði á föstudaginn. Kannað var verð í níu lágvöruverðsverslunum og stórmörkuðum á höfuðborgarsvæðinu.

Næst ódýrust var matarkarfan í Krónunni en þar kostaði hún 16.246 krónur og var hún því 1% dýrari en í Bónus. Dýrust var matarkarfan í versluninni Víði. Þar kostaði hún 19.650 krónur sem þýðir að hún var 22% dýrari en matarkarfan í Bónus.

Mesti verðmunurinn var á appelsínum. Kílóið kostaði 178 krónur í Iceland en 498 krónur í Víði sem er 180% verðmunur. Næst mesti verðmunurinn var á heilhveitibrauði eða 130%. Brauðið kostaði 249 krónur í Bónus 572 krónur í Hagkaup. Oftast var verðmunur á hæsta og lægsta verði á bilinu 25 til 50% en eins og „ oft áður er nánast engin verðmunur á nýmjólk og stoðmjólk eða 1%," segir í tilkynningu ASÍ.

Verð á matarkörfu 10. október:

  • Bónus 16.086 krónur.
  • Krónan 16.246 krónur (1%).
  • Nettó 17.439 krónur (8%).
  • Fjarðarkaup 17.532 krónur (9%).
  • Iceland 17.924 krónur (11%).
  • Hagkaup 18.246 krónur (14%).
  • Nóatún 18.434 krónur (15%).
  • Samkaup Úrval 18.799 krónur (17%).
  • Víðir 19.650 krónur (22%).