Asíski þróunarbankinn (ABD) hefur lækkað hagvaxtarspá Asíu. Bankinn þarf að endurskoða spá sína vegna þess að hagkerfi Indlands hefur vaxið minna en spár gerðu ráð fyrir. Bankinn, sem að 45 ríki eiga aðild að, gerir ráð fyrir að hagkerfi aðildarríkja sinna, vaxi um 5,6% á þessu ári. Þetta kemur fram í frétt BBC .

Þetta er ívið lægra en fyrri spá, sem gerði ráð fyrir 5,7% hagvexti. Bankinn hélt þó hagvaxtarspá sinni fyrir næsta ár óbreyttri í 5,7%. Bankinn hefur þó tekið fram að efnahagshorfur í Asíu séu nokkuð bjartrar, þrátt fyrir nokkra óvissu á heimssviðinu.

ABD hefur lækkað hagvaxtarspá sína fyrir Indland úr 7,4% niður í 7% vegna lítillar fjárfestingar, bágrar stöðu landbúnaðar í landinu og peningaskorts sem hefur verið viðvarandi í kjölfar seðlabanns þarlendis.

Bankinn gerir ráð fyrir því að hagvöxtur í Kína verði 6,6% á þessu ári. Hann gerir einnig ráð fyrir því að dragi lítillega úr hagvexti þar á næsta ári og að hann verði því 6,4%.