Í kjölfar 0,5% stýrivaxtalækkunar Seðlabanka Íslands hafa íslensku bankarnir ráðist í lækkanir á húsnæðislánavöxtum. Lækkun bankana á vöxtum nemur einnig 0,5%.

Samkvæmt tilkynningu frá Íslandsbanka, lækkuðu breytilegir óverðtryggðir húsnæðislánavextir bankans niður í 6,75%. Fastir óverðtryggðir húsnæðislánavextir til þriggja ára lækkuðu úr 7,25% í 6,75%. Fastir óverðtryggðir húsnæðislánavextir til 5 ára lækkuðu úr 7,35% í 6,85%.

Fastir verðtryggðir húsnæðisvextir til fimm ára eru 3,85% á A lánum og 4,85% á B lánum. Íslandsbanki hefur útbúið síðu , þar sem viðskiptavinir geta nálgast myndrænt yfirlit yfir þróun húsnæðislánavaxta.