Aukinn spenna á milli Norður-Kóreu og Bandaríkjanna hefur orðið til þess að hlutabréfamarkaðir í Bandaríkjunum hafa lækkað þriðja daginn í röð samkvæmt frétt BBC .

Þegar þetta er skrifað hefur S&P 500 vísitalan lækkað um 1,09% og stendur nú í 2.447,12 stigum. Dow Jones vísitalan er aftur kominn niður fyrir 22.000 stig en hún hefur lækkað um 0,67% það sem af er degi og stendur í 21.900 stigum, Nasdaq vísitalan hefur lækkað um 1,6% og stendur hún í 6.252,31 stigi. Þá lækkaði FTSE vísitalan í kauphöllinni í London um 1,44% í viðskiptum dagsins. Þá hefur  CBOE flökt-vísitalan hækkað um 47% á síðustu þremur dögum

Þá hefur gull, sem hefur oft verið talinn örugg eign á tímum þar sem pólitísk spenna ríkir, náð sinni hæstu stöðu í tvo mánuði eftir að hafa hækkað um 0,9% það sem af er degi. Verðið á únsunni stendur nú í 1.290,6 dollurum.