*

laugardagur, 30. maí 2020
Innlent 5. apríl 2020 16:22

Lækka iðgjöld bílatrygginga vegna veirunnar

Sjóvá lækkar iðgjöld af bifreiðatryggingum einstaklinga með því að fella niður gjalddaga þeirra í maí.

Ritstjórn
Hermann Björnsson, forstjóri Sjóvár.
Gígja Einars

Sjóvá hefur ákveðið að lækka iðgjöld af bifreiðatryggingum einstaklinga með því að fella niður gjalddaga þeirra í maí. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá tryggingafélaginu.

Í tilkynningunni segir að ástæða niðurfellingarinnar sé að verulega hafi dregið úr umferð bifreiða eftir að samkomubann vegna COVID-19 tók gildi. Nú þegar hafi tjónatilkynningum vegna ökutækja til Sjóvá fækkað en í mars hafi t.d. umferð á höfuðborgarsvæðinu dregist saman um 21%, í samanburði við sama tímabil fyrir ári síðan, samkvæmt tölum Vegagerðarinnar.

Niðurfellingin í maí nær til um 43 þúsund viðskiptavina Sjóvá og tekur til bæði lögboðinna ökutækjatrygginga og kaskó.

Í tilkynningunni segir jafnframt að viðskiptavinir sem fái þessa lækkun hafi fengið tölvupóst þess efnis og muni félagið jafnframt koma frekari skilaboðum til þeirra. Þessi aðgerð krefjist ekki sérstakra viðbragða frá viðskiptavinum heldur fái þeir lækkunina sjálfkrafa.