Matsfyrirtækið Standard & Poor's hefur lækkað lánshæfiseinkunnir Hollands úr AAA niður í AA+ í dag. Nú eru aðeins þrjú evruríki með einkunnina AAA. Það eru Þýskaland, Lúxemborg og Finnland. Slakur gangur í hollensku efnahagslífi, verðlækkun á fasteignamarkaði og frekar dræmar væntingar landsmanna skýra lægri einkunn, að því er fram kemur í umfjöllun Bloomberg-fréttaveitunnar um málið.

Á sama tíma og einkunnir Hollands voru lækkaðar breytti matsfyrirtækið horfum fyrir Spán úr neikvæðum í stöðugar.

Reuters-fréttastofan bætir því við að stjórnvöld í Hollandi hafi verið á svipaðri línu og þau í Þýskalandi gagnvart skuldaslóðum í evruríkjunum og þrýst á að þau skeri niður í ríkisútgjöldum til að draga úr hallarekstri.