Matsfyrirtækið Standard & Poor's greindi frá því í gær að það hefði lækkað lánshæfismat í íbúðalánasjóðs til langs tíma úr BB í BB-.

Ástæðan fyrir lækkuninni er að matsfyrirtækið telur að líkurnar hafi minnkað á því að ríkisstjórnin styðji við Íbúðalánasjóð vegna mögulegra breytinga á húsnæðislánamarkaðnum þar sem lagt er til að leggja niður ÍLS í núverandi mynd. Þannig séu líkurnar á því núna miklar, en ekki lengur mjög miklar að ríkisstjórnin styðji við ÍLS.

Grunneinkunn sjóðsins er samt sem áður enn b- og horfur eru stöðugar.