Bresk stjórnvöld tilkynntu í dag að þau hyggjast lækka heildsöluverð á raforku fyrir fyrirtæki og opinberar stofnanir um meira en helming í vetur. Financial Times greinir frá.

Viðskiptaráðuneyti Bretlands áætlar að heildsöluverð fyrir fyrirtæki verði nú 211 pund á megavattstund fyrir raforku og 75 pund á megavattstund fyrir gas sem er „sem er undir helmingnum af því heildsöluverði sem gert var ráð fyrir í vetur – sem fólu þegar í aflsátt“.

Til samanburðar hafa nýleg viðskipti með framvirka samninga farið á 490 pund á megavattstund í tilviki raforku og 170 pund í tilviki gass, þegar tekið er meðaltal fyrir október-mars næstkomandi.

Kwasi Kwarteng, fjármálaráðherra Bretlands, sagði að ríkisstjórnin þyrfti að koma í veg fyrir að fyrirtæki myndu falla í þrot, vernda störf og draga úr verðbólgu.

Ríkisstjórnin sagði að aðgerðirnar sem tilkynntar voru í dag nái til næstu sex mánaða en Liz Truss, forsætisráðherra Bretlands, hefur gefið til kynna að mögulega verði niðurgreiðslur framlengdar fyrir viðkvæmustu geirana.