*

þriðjudagur, 14. júlí 2020
Innlent 17. ágúst 2014 17:15

Lækka vexti, fella gengið

Ragnar Árnason lagði til árið 1993 að fella gengið og auka framkvæmdir ríkisins til að komast út úr kreppu.

Ritstjórn
Aðsend mynd

Þegar Viðskiptablaðið fór í prentun hafði ekki enn verið skorið úr um hvort Már Guðmundsson, Friðrik Már Baldursson eða Ragnar Árnason yrði seðlabankastjóri næstu árin. Ljóst er þó að þeir hafa allir víðtæka reynslu á sviði efnahagsmála og hafa haft ólíkar skoðanir um hvernig peningamálum ætti að vera háttað hér á landi.

Árið 1993 birtist viðtal við Ragnar Árnason í Frjálsri Verslun þar sem vísað er í grein sem hann skrifaði í Vísbendingu um hvernig best væri að komast út úr kreppunni. Lagði Ragnar þar til að best væri að fella gengið, að auka framkvæmdir ríkisins og að lækka vexti með markaðsjafnvægisleið. „Seðlabankinn á einfaldlega að kaupa skuldabréf á markaðnum þar til vextir hafa lækkað nægilega mikið,“ sagði Ragnar m.a. í greininni.