Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands hefur helmingað viðmiðunarmörk fyrir tilkynningarskyldar skortstöður í hlutabréfum í kjölfar ákvörunar Eftirlitsstofnunar EFTA sem tekin er á grundvelli ESB reglugerðar frá 2012.

Þar með lækka viðmiðunarmörkin úr 0,2% af útgefnu hlutafé félags í 0,1%, næstu þrjá mánuðina, fyrir öll hlutafé sem hafa verið tekin til viðskipta á skipulögðum verðbréfamarkaði.

Með ákvörðuninni verður öllum, hvort sem það eru einstaklingar eða lögaðilar, skylt að tilkynna til Fjármálaeftirlitsins um nettó skortstöðu í hlutabréfum þegar staðan fer yfir eða fellur undir viðmiðunarmörk sem nema 0,1% af útgefnu hlutafé félags