Breski olíurisinn BP tapaði 4,4 milljörðum Bandaríkjadala á fjórða ársfjórðungi, en fyrirtækið birti uppgjör sitt nú í morgun. AP greinir frá.

Fjárhæðin samsvarar um 880 milljörðum íslenskra króna en helsta ástæðan fyrir þessu mikla tapi er gífurleg lækkun olíuverðs frá því í sumar. Ef lækkunin er undanskilin í þessum tölum nemur tapið þannig einungis 969 milljónum dala. Þá þurfti fyrirtækið einnig að greiða bætur vegna lekans í Mexíkó-flóa á tímabilinu sem námu 477 milljónum dala.

Fyrirtækið hyggst skera niður kostnað um 4 til 5 milljarða dala á næstunni með því að hætta við og fresta áður ákveðnum verkefnum.