Helstu hlutabréfavísitölur í Bandaríkjunum hafa fallið um tæplega 1% frá opnun markaða í dag og ávöxtunarkrafa ríkisskuldabréfa hefur hækkað.

Sjá einnig: Vextir hækki um 75 punkta á morgun

Fjárfestar búa sig undir vaxtaákvörðun Seðlabanka Bandaríkjanna á morgun en almennt er talið að hann muni tilkynna um 0,75 prósentu hækkun. Verðlagning á skuldabréfamörkuðum gefur þó til kynna að fjárfestar telja 19% líkur á að bankinn hækki stýrivexti 1,0 prósentu á morgun, að því er kemur fram í frétt Reuters.

S&P 500 og Dow Jones Industrial Average vísitölurnar hafa fallið um meira en 1% í dag og Nasdaq Composite vísitalan um 0,8%. Fyrirtæki í fasteigna- og hrávörugeiranum leiða lækkanir innan S&P 500 vísitölunnar.

Ávöxtunarkrafa á tíu ára bandarískum ríkisskuldabréfum náðu 3,58% í dag og hefur ekki verið hærra frá því í apríl 2011.