Hafi kauphöllin í Stokkhólmi eitthvert spágildi munu evrópskir hlutabréfamarkaðir opna niður á við í dag en við opnun þessarar stærstu kauphallar Norðurlandanna lækkaði OMXS30-vísitalan um 0,9% og tók þar með við að kauphöllum Asíu en þar á bæ urðu fjárfestar lítt hressir af fréttum af lækkun S&P á lánshæfi 15 banka í gær. Aðrar kauphallir Evrópu opna flestar kl. 8:30 að íslenskum tíma.