Helstu hlutabréfavísitölur Asíu hafa lækkað í nótt sem væntanlega má skýra með því að ekki tókst að ná samkomulagi um stækkun neyðarsjóðs evrusvæðisins á fundi í Brussel í gærkvöldi. Þá hafa fréttir af því að matsfyrirtækið S&P hafi lækkað lánshæfi fimmtán evrópskra og bandarískra banka sennilega ekki kætt markaðinn mikið.

Í Tókýó voru lækkanirnar þó ekki mjög miklar en Nikkei-vísitalan lækkaði um 0,5% og Topix um 0,2%. Í Hong Kong hefur Hang Seng vísitalan þó lækkað talsvert meira eða um 2% og er kauphöllin þar enn opin.