Helstu vísitölur í Bandaríkjunum lækkuðu eftir opnun markaða vestanhafs. Eins og flestir vita, sigraði Donald Trump nokkuð óvænt í forsetakosningum Bandaríkjanna.

Dow Jones vísitalan lækkaði um 25,55 stig eða 0,14 prósent. S&P vísitalan lækkaði um 10,84 stig eða 0,51 prósent og Nadsaq vísitalan lækkaði um 41,65 stig eða 0,8 prósent.

Donald Trump hélt í morgun sigurræðu þar sem að tónninn var nokkuð ólíkur því sem að hafði þekkst í kosningarbaráttunni. Þar talaði hann meðal annars fallega um keppinaut sinn Hillary Clinton og sagði það mikilvægt að loka þeim sárum sem höfðu skapast í bandarísku samfélagi.