Helstu hlutabréfavísitölur lækkuðu þegar viðskipti hófust í evrópskum kauphöllum í dag. Jákvæðar afkomufréttir frá Bandaríkjunum og evrópskar hagtölur, sem þykja betri en búast mátti við, tekst ekki að slá á áhyggjur vegna skuldavanda evrusvæðisins, segir í umfjöllun Wall Street Journal.

Talið er líklegt að fjárfestar fari varlega og bíði eftir niðurstöðum úr skuldabréfaútboðum ítalska og spænska ríkisins, sem eru á morgun. Þá tilkynnir Seðlabanki Evrópu um vaxtaákvörðun.

FTSE 100 vísitalan í London féll um 0,2% við upphaf viðskipta í dag. DAX vísitalan í Franfurt og CAC-40 í París lækkuðu einnig um 0,2%.