Helstu hlutabréfavísitölur lækkuðu við opnun markaða í Evrópu í morgun og gengi evru gagnvart helstu gjaldmiðlum veiktist. Pólitískar breytingar í Frakklandi og Póllandi hafa áhrif á markaði, að sögn Reuters fréttastofu.

Litið er til forsetakosninganna í Frakklandi, þar sem Nicolas Sarkozy varð annar í fyrstu umferð kosninganna. Þá stendur ríkisstjórn Hollands höllum fæti vegna fjárhagsvanda. Reuters hefur eftir sérfræðingi hjá UniCredit Global Research að litið sé til Hollands þar sem efnahagur landsins hefur verið talinn traustur hingað til.

Álag á þýsk ríkisskuldabréf hefur í kjölfarið lækkað og hefur aldrei verið lægra. Það er nú um 1,591%.

Helstu hlutabréfavísitölur í Evrópu hafa lækkað um 1,5 til 2,2 prósent í dag.