Helstu hlutabréfavísitölur í Evrópu hafa lækkað í dag, í kjölfar tilkynningar Standard & Poor´s matsfyrirtækis um lækkun á lánshæfiseinkunn spænska ríkisins. Einkunnin var lækkuð úr A í BBB+ og lýsir matsfyrirtækið yfir áhyggjum með að spænska ríkið geti staðið að banki bankakerfi landsins á sama tíma og efnahagur landsins hefur farið versnandi. Þessu hefur forsætisráðherra landsins svarað og segir banka landsins fjármagnaða.

FTSE 100 vísitalan lækkaði um 0,4% við opnun í dag, DAX vísitalan í Þýskalandi lækkaði um 1,2% og CAC-40 vísitalan í París féll um 1%.