Úrvalsvísitala Kauphallarinnar lækkaði um 0,39% í viðskiptum dagsins í dag og endaði í 1.138,42 stigum. Ekkert félag hækkaði í verði í dag, en gengi bréfa Regins lækkaði um ein 2,99%, gengi bréfa VÍS lækkaði um 1,01% og gengi bréfa Haga lækkaði um 0,69%. Velta á hlutabréfamarkaði nam 660,6 milljónum króna.

Skuldabréfavísitala GAMMA lækkaði um 0,35% í viðskiptum dagsins. Verðtryggði hluti vísitölunnar lækkaði um 0,56% en sá óverðtryggði hækkaði um 0,20%.

Heildarvelta á skuldabréfamarkaði nam 12,3 milljörðum króna og þar af var velta með óverðtryggð bréf 7,5 milljarðar.