Lækkanir hafa verið í kauphöllinni það sem af er degi en úrvalsvisitalan hefur lækkað um 1,5% í veltu sem nemur um 1,55 milljarði króna.

Hlutabréf í Icelandair hafa lækkað mest, eða um 2,21% í 563 milljón króna viðskiptum. Hlutabréf í Marel hafa lækkað næst mest, eða um 1,77% í 197 milljón króna viðskiptum. Síminn hefur hefur einnig lækkað um 1,77% í 128 milljón króna viðskiptum.

Einu hlutabréfin sem hafa hækkað í viðskiptum dagsins eru í Össuri og í Sjóvá. Hlutabréf í Össuri hafa hækkað um 0,94% en einungis 3 milljón króna velta er með bréfin. Hlutabréf í Sjóvá hafa hækkað um 1,11% í 78 milljón króna viðskiptum.