Það sem af er degi hafa hlutabréf skráðra félaga í Kauphöll Íslands annað hvort lækkað eða staðið í stað. Ekki er þó um að ræða miklar hækkanir, heldur eru þær á bilinu 0,16% í tilviki Icelandair til 0,69% í tilviki Haga. Veltan er sem komið er ekki mikil, eða í kringum 110 milljónir króna. Úrvalsvísitalan sjálf er 0,19% lægri en hún var við lok viðskipta í gær, samkvæmt tölum á Keldunni.

Segja má að þróunin í dag sé í takt við það sem gerðist á markaðnum í gær, því ef ekki hefði verið fyrir 0,74% hækkun á bréfum Marels hefði Úrvalsvísitalan lækkað þá. Öll önnur bréf í kauphöllinni lækkuðu í verði eða stóðu í stað í gær.

Þessi þróun á íslenska markaðnum er ekki í takt við það sem verið hefur að gerast á hinum Norðurlöndunum í dag. Finnska vísitalan hefur hækkað um 0,60%, sú sænska um 0,90%, danska vísitalan um 1,09% og OMX Nordic 40 samnorræna vísitalan hefur hækkað um 0,94%. Norska OBX vísitalan hefur svo hækkað um 0,80% í dag.