Hlutabréfamarkaðir í Evrópu lækkuðu mikið við opnun markaða í morgun. FTSE 100 í Bretlandi lækkaði um 1,9%, DAX í Þýskalandi lækkaði um 3,3% og CAC 40 í Frakklandi lækkaði um 2,1%.

Þessar lækkanir koma í kjölfar mikilla lækkana í kauphöllum í Kína, en þeim var lokað á miðjum degi eftir miklar lækkanir. Einnig er talið að vaxandi óstöðugleiki í mið-austurlöndum í kjölfar þess að Sádí-Arabía sleit stjórnmálasambandi við Íran hafi aukið óvissu á mörkuðum.